Junior European Judo Cup í Berlín

Junior European Judo Cup í Berlín hefst á morgun og eru þeir Alexander Heiðarsson -66 kg og Hrafn Arnarsson -90 kg á meðal þátttakenda. Alexander keppir á morgun og mætir Falk Biedermann frá Þýskalandi og Hrafn keppir á sunnudaginn og mætir Martin Bezdek frá Tékklandi. Hér er drátturinn og hægt er að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu. Garðar Skaptason þjálfari er með strákunum í Berlín og verður með þeim í æfingabúðunum að loknu móti eins og í Prag en heldur þá heim ásamt Hrafni en Alexander mun keppa þriðju helgina í röð og nú í Póllandi 3. ágúst og honum til aðstoðar þar verður faðir hans Heiðar Jónsson.

Alexander og Hrafn í æfingabúðunum í Nymnburg 2019