Egill og Sveinbjörn, keppni lokið í Zagreb

Þá er keppni lokið hjá Agli Blöndal og Sveinbirni Iura á Zagreb Grand Prix 2019. Sveinbjörn mætti Timo Cavelius frá Þýskalandi í -81 kg flokknum og tapaði þeirri glímu á ippon eftir stutta viðureign. Egill mætti Faruch Bulekulov frá Kyrgystan og tapaði einnig sinni glímu eftir stutta viðureign en Faruch skoraði tvívegis wazaari með skömmu millibili. Næsta mót hjá þeim félögum er þátttaka á heimsmeistaramótinu sem haldið verður í Tokyo seinnipart ágúst.