Vormót yngri 2023 á Akureyri

Vormót JSÍ 2023 í yngri aldursflokkum verður haldið á Akureyri 18. mars í KA heimilinu. Keppt verður í aldursflokkunum U13, U15, U18 og U21 og er áætlað að mótið hefjist kl. 12 og ljúki um kl. 16:00 en nánari tímasetningar að loknum skráningarfresti sem 13. mars. Þeir JR- ingar sem áhuga hafa á því að keppa láti þjálfara vita um það í síðasta lagi föstudaginn 10. mars. Gert er ráð fyrir að fara í lítilli rútu frá JR föstudaginn 17. mars kl. 14 og koma til baka daginn eftir líklega um kl. 21. en nánari tímasetning síðar. Kostnaður, rúta og gisting (hótel/uppábúin rúm) um 17.000 kr. fer þó eftir fjölda þátttakenda og gæti því hækkað eða lækkað eitthvað. JR greiðir keppnisgjöldin fyrir alla. Með hópnum fara tveir til fjórir þjálfarar frá JR. Myndin hér ofar er af JR-ingum í KA heimilinu á vormótinu 2022.