Vormót JSÍ seniora 2024 úrslit

Vormót JSÍ í seniora flokkum var haldið í dag, laugardaginn 23. mars í JR. Keppendur voru þrjátíu og einn frá níu klúbbum. Keppnin var virkilega skemmtilegt, fullt af glæsilegum og spennandi viðureignum og flottum köstum. Mótið hófst kl. 13 og lauk um kl. 15:30. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá hve margar konur voru á meðal keppenda en undanfarið hefur verið töluverð aukning á þátttöku þeirra í íþróttinni bæði í eldri og yngri aldursflokkum. JR- ingar voru hlutskarpastir að þessu sinni með fjögur gull, tvenn silfurverðlaun og þrjú brons. Í öðru særi var Judodeild Ármanns með tvenn gullverðlaun og í þriðja sæti var yngsta judofélag landsins, Judofélag Suðurlands með ein gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun og eitt brons. Hér eru myndir frá mótinu, stutt videoklippa og hér eru úrslitin.