Vormót JSÍ í seniora flokkum var haldið laugardaginn 25. mars í JR og hófst það kl. 13 og mótslok voru kl. 16. Keppendur voru tuttugu og níu frá eftirfarandi klúbbum. Judofélagi Garðabæjar (JG), Judofélagi Reykjavíkur (JR), Ármanni, Judodeild Selfoss (UMFS), Judodeild KA og Judofélagi Suðurlands (JS) sem er nýstofnað félag. Líklega er þetta eitt sterkasta Vormót JSÍ í senioraflokki sem haldið hefur verið þar sem á meðal þátttakenda vor þrír gríða öflugur og góðir judomenn frá Grikklandi og unnu þeir allir sína flokka en þeir kepptu í -73, -81 og -90 kg flokki. Grikkir þessir eru í heimsókn og við æfingar hjá Judofélagi Suðurlands en þjálfari þar er Grikkinn George Bountakis 6. dan. JR ingar unnu gullverðlaun í kvennaflokki -63 kg og karlaflokkum -60 og -66 kg og Ármann sigraði í +100 kg. Streymt var frá mótinu sem hægt er að skoða hér og hér eru úrslitin og hér er videoklippa frá keppninni.