Vormót JSÍ 2023

Vormót JSÍ 2023 í seniora flokkum hefst á morgun kl. 13:00 en það verður haldið hjá Judofélagi Reykjavíkur. Keppendur eru rúmlega þrjátíu frá sjö klúbbum og þar á meðal eru þrír keppendur frá Grikklandi. Streymt verður frá mótinu og hér má finna úrslitin að móti loknu.