Úrslit Íslandsmeistaramóts yngri 2021

Íslandsmeistaramót í yngri aldursflokkum fór fram laugardaginn 29. maí. Keppt var í aldursflokkum U13, U15, U18 og U21 árs og voru keppendur um sextíu frá sjö félögum. Keppnin var oft á tíðum jöfn og spennandi og mikið um glæsileg tilþrif. Þátttakendur frá JR voru tuttugu og fjórir og unnu þeir tíu til gullverðlauna, sex silfurverðlauna og sex bronsverðlauna og er þeim óskað til hamingju með þann frábæran árangur sem við hjá JR erum stoltir af. Hér er hægt að horfa á glímurnar á YouTube og hér eru úrslitin.