Úrslit EC Juniora í Prag

Junior European Judo Cup í Prag var haldið síðastliðna helgi og þar áttum við tvo fulltrúa. AlexanderHeiðarsson keppti í – 66kg flokki og mætti Ian Stoermer frá Þýskalandi en varð að játa sig sigraðan eftir snarpa viðureign og má sjá hana hér. Hrafn Arnarsson átti að mæta Alex Barto frá Slóvakíu en varð að gefa þá viðureign þar sem hann var í vandræðum með vigtina og ekki leyfilegt að skipta um flokk að loknum skráningarfresti. Hér eru úrslitin.