Keppa á Junior European Judo Cup

Þeir Alexander Heiðarsson og Hrafn Arnarsson munu næstu þrjár helgar keppa á Junior European Judo Cup sem haldin eru nú víðsvegar um Evrópu. Samhliða þessum mótum verða svo haldnar alþjóðlegar æfingabúðir sem þeir munu taka þátt í. Þeir lögðu af stað í gær og fyrsta mótið er í Prag og keppir Alexander á morgun laugardaginn 20. júlí í -66 kg flokki og mætir hann Ian Stoermer frá þýskalandi og Hrafn keppir á sunnudaginn í – 81 kg flokki og mætir Alex Barto frá Slóvakíu. Hér er drátturinn og hægt að fylgjast með í beinni útsendingu. Eftir mót og æfingabúðir í Prag þá keppa þeir næst á European Judo Cup í Berlín 27-28 júlí og viku æfingabúðir af þeim loknum en þá heldur Hrafn heim á leið en Alexander tekur eitt mót til viðbótar viku seinna, European Judo Cup í Poznan í Póllandi og kemur svo heim. Með strákunum í för er Garðar Skaptason sem verður þeim til halds og trausts fyrstu tvö mótin og í Póllandi verður Heiðar Jónsson aðstoðarmaður Alexanders.