Úrslit Afmælismóts JSÍ 2023

Afmælismót JSÍ 2023 í aldursflokkum U13, U15, U18 og U21 árs var haldið í æfingasal Judofélags Reykjavíkur laugardaginn 11. febrúar. Keppendur voru aðeins tuttugu frá fimm klúbbum en þeim fækkaði töluvert frá skráningu þar sem mikið var um forföll sem stafaði af veikindum og leiðinda veðri en skráðir keppendur voru um fjörtíu. Mótið var skemmtilegt og fullt af flottum viðureignum. Keppendum okkar gekk vel og unnu þeir sjö gullverðlaun, fjögur silfur og ein bronsverðlaun. Dómgæslan var vel mönnuð en dómarar voru þeir Yoshihiko Iura, Sævar Sigursteinsson, Daníel Ólason, Gunnar Jóhannesson og Ármann Sveinsson og leystu þeir verkefnið vel af hendi og það gerðu einnig þeir Ari Sigfússon og Skarphéðinn Hjaltason sem sáu um mótsstjórn og stiga og tímagæslu. Hér eru úrslit mótsins, myndir af verðlaunahöfum og myndir frá keppninni og hér er svo stutt videoklippa.