Úrslit Afmælismóts JR 2022 – yngri flokkar

Afmælismót JR í yngri aldursflokkum var haldið í gær laugardaginn 15. október í æfingasal félagsin að Ármúla 17. Þátttakendur voru rúmlega fjörtíu frá sex judoklúbbum. Fyrir utan keppendur frá JR þá voru keppendur frá Judodeild Ármanns, Judodeild Grindavíkur, Judodeild ÍR, Judofélagi Reykjanesbæjar (JRB) og Judodeild Tindastóls. Keppnin hófst kl. 13:10 og lauk kl. 15:30. Keppt var í aldursflokkum frá 8 ára og til og með 14 ára. Mótið var skemmtilegt, fullt af flottum viðureignum og gaman að fylgjast með tilvonandi judo meisturum sem margir hverjir sýndu góð tilþrif. Starfsmenn mótsins voru þeir Ari Sigfússon og Jóhann Másson sem sáu vigtun og mótsstjórn, Mikael Ísaksson hafði umsjón með klukku og stigagjöf og dómarar voru þau Helena Bjarnadóttir, Weronika Komendera, Skarphéðinn Hjaltason, Aðalsteinn Björnsson og Atli Þórðarson sem hélt utan um dómgæsluna og leystu þau það verkefni vel af hendi. Á æfingu barna 5-6 ára hjá JR fyrr um daginn var haldið lítið æfingamót og glímdu öll börnin tvær viðureignir og sýndu getu sína og kunnáttu og fengu öll gullverðlaun að lokinni æfingu.

Hér eru myndir frá mótinu og verðlaunahöfum en einhverjir þurftu að fara áður en verðlaunaafhendingin hófst og vantar því einhverja á myndirnar. Hér eru svo úrslitin og video klippa frá keppninni.