Þrjú systkin í judo

Að systkin æfi saman judo er ekki óalgengt en að þau séu þrjú kemur fyrir en er ekki jafn algengt. Þau Edda, Elva og Jóhann Kristjánsbörn æfa öll judo í JR. Elva sem æfir með aldursflokki 7-10 ára fékk í lok vorannar viðurkenningarskjal til staðfestingar á sinni gráðu en börn 10 ára og yngri fá strípu í beltið sitt en þegar þau ná 11 ára aldri fá þau ný belti. Jóhann og Edda sem æfa með aldursflokki 11-14 ára luku vorönninni með beltaprófi fyrir gult belti. Þau stóðu sig öll með sóma.

Jóhann, Elva og Edda