Komið sumarfrí hjá 5-10 ára börnum

Síðasta æfing fyrir sumarfrí hjá börnum 5-6 ára og 7-10 ára var haldin þriðjudaginn 24 maí s.l. og var það sameiginleg æfing þessara aldursflokka. Að lokinni æfingu fengu þau smá gjöf (handklæði) frá JR og viðurkenningarskjal til staðfestingar á því að hafa lokið judonámskeiði og beltaprófi á vorönn. Því miður vantaði allmarga á þessa æfingu þar sem mikið var um að vera þennan dag bæði í skólum og leikskólum svo þau sem komust ekki en vilja nálgast gjöfina og skjalið sem bíður eftir þeim í JR þá er best að hafa samband í gegnum jr@judo.is eða hringja. Það var ákaflega skemmtilegt og ánægulegt að starfa og leika með börnunum á önninni og vonandi að þau hafi einning skemmt sér vel og haft gagn og gaman af. Æfingar hefjast aftur seinnipartinn í ágúst og verður auglýst hér á judo.is og vonumst við til þess að sjá þau sem flest aftur.