Södra Open 4 í Svíþjóð næsta laugardag

Södra Open 4 verður haldið 23. nóv. næstkomandi í Haninge í suður Svíþjóð. Frá JR fara tólf keppenur í aldursflokum U9, U13 og U15. Með þeim farar nokkrir foreldrar og þjálfarar og er telur hópurinn alls nítján manns. Á þessu móti verða einnig sjö keppendur frá UMFN og þrír keppendur úr kvennalandsliðinu á vegum JSÍ og er Ásta Lovísa Arnórsdóttir úr JR þar á meðal. Þjálfari JR og fararstjóri eru Guðmundur Jónasson og Þormóður Jónsson. Þátttakendur eru rúmlega 360 frá fjórum löndum. Hér er keppendalistinn og gert er ráð fyrir að hægt verði að fylgjast með beinni útsendingu hér.

Ferðaáætlun. Út föstudaginn 22. nóv.  Flug FI 306 kl. 7:35 lent í Stokkhólmi  11:45. Tekinn bílaleigubíll á Arlanda flugvelli og keyrt til Haninge sem er um það bil 60 km suður af Arlanda. Gist á Hotel Quality Hotel Winn Haninge og er íþróttahöllin um 2 km frá hótelinu. Allir keppa á laugardegi og farið heim á sunnudegi kl. 21:20 með flugi FI 313 og lent í Keflavík kl. 23:45.