Sveinbjörn komst því miður ekki áfram á EM

Þá er keppni lokið hjá Sveinbirni Iura á Evrópumótinu að þessu sinni. Því miður komst hann ekki áfram en hann tapaði viðureign sinni gegn Ivaylo Ivanov frá Búlgaríu en Ivaylo komst hins vegar alla leið í úrslitin og endaði með silfrið. Sveinbjörn fékk shido eftir tæpa mínútu fyrir að fara út fyrir völlinn og stuttu seinna var skorað á hann wazaari. Þegar glímutíminn var um það bil hálfnaður náði Búlagarinn góðu kasti og sigraði á ippon og þar með var keppninni lokið hjá Sveinbirni. Hér eru öll úrslitin og viðureignin hans Sveinbjörns má sjá hér fljótlega. Á morgun verður keppt í -78kg og +78kg kvenna og í -90kg, -100kg, +100kg flokkum karla og á þriðjudag verður keppt í liðakeppni.