Keppa á Montreal Grand Prix um helgina

Egill Blöndal, Sveinbjörn Iura og Jón Þór Þórarinsson landsliðsþjálfari lögðu af stað í gær til Kanada en Montreal Grand Prix hefst á morgun, föstudaginn 5 júlí og stendur í þrjá daga. Þátttakendur koma frá 6 heimsálfum og 50 þjóðum, 136 karlar og 113 konur alls 249 keppendur. Það vekur athygli að það er aðeins einn Frakki á meðal þátttakenda en það er þó engin aukvisi. Það er enginn annar en Teddy Riner tífaldur heimsmeistari í þungavigt en hann hefur ekki keppt í eitt og hálft ár og er að hefja keppni á ný til að stimpla sig inn á Ólympíuleikana 2020 og verður örugglega skemmtilegt að fylgjast með honum en hans fyrsta viðureign er á sama velli og Egill og þremur glímum á eftir honum. Sveinbjörn keppir á laugardagin í 81 kg flokki þar sem keppendur eru 27 og Egill á sunnudaginn í 90 kg flokki þar sem keppendur eru 18. Búið er að draga og hér er keppnisröðin. Sveinbjörn fær ungan en öflugan andstæðing en hann mætir bronsverðlaunahafa Juniora frá HM 2018 Alexandre Arencibia frá Kanada og er það fjórða viðureign á velli 1 . Egill var tiltölulega heppninn með andstæðing þó ekkert sé öruggt í þeim efnum en hann mætir Geronimo Saucedo frá Mexico og á hann þriðju viðureign á velli 2. Montreal Grand Prix verður í beinni útsendingu og hefst kl. 11:30 í Kanada eða kl. 15:30 á okkar tíma. Að loknu móti taka þeir Egill og Sveinbjörn svo þátt í alþjóðlegum æfingabúðum frá 8-12 júlí.