Tel Aviv Grand SLAM 2021 hefst á morgun fimmtudaginn 18. febrúar og stendur í þrjá daga. Sveinbjörn Iura sem er í 70 sæti heimslistans verður á meðal þátttakenda en hann lagði af stað til Ísraels s.l. laugardag ásamt Þormóði Jónssyni sem verur honum til aðstoðar. Vegna strangra Covid-19 öryggisráðstafanna og stopulla flugsamgangna urðu þeir að fara þetta snemma en það eru miklar kröfur gerðar til þátttakenda hvað varðar smitvarnir og umgengni á mótsstað og hóteli. Þátttakendur eru 422 frá 5 heimsálfum og 60 þjóðum, 248 karlar og 174 konur.
Sveinbjörn keppir næsta föstudag í 81 kg flokki en það er næst fjölmennasti flokkurinn á mótinu og eru keppendur þar þrjátíu og níu. Þann dag hefst mótið kl. 8:30 á okkar tíma en Sveinbjörn á sextándu viðureign á velli 3. svo hún væri þá um kl. 9:30. Dregið var í dag og mætir Sveinbjörn keppanda frá Bretlandi, Stuart Mcwatt sem er í 54. sæti heimslistans. Mótið verður í beinni útsendingu og fyrsti keppnisdagurinn á morgun fimmtudag og hefst kl. 7:30 á okkar tíma. Til að fylgjast með í beinni þarf að hafa (IJF account) og er hann frír og notast aftur og aftur. Hér er keppnisröðin og drátturinn. Góða skemmtun.