Sportabler – nýskráning

Sportabler er vef – og snallsímaforrit sem Judofélag Reykjavíkur hefur tekið í notkun og gerir skipulagningu og samskipti í starfinu skilvirkari og einfaldari. Kerfið er ætlað þjálfurum, iðkendum, foreldrum og starfsmönnum íþróttafélaga.

Þetta ferli fyrir neðan á einungis við þá sem eru ekki með Sportabler aðgang. Ef þú ert með Sportabler aðgang þarftu ekki kóða til að sjá nýja flokka. Það er nóg fyrir þjálfara/íþróttastjóra JR að bæta iðkandanum við í flokkinn og þá kemur dagskráin sjálfkrafa inn hjá foreldra/leikmanni.

Forsenda þess að geta skráð sig í Sportabler er að þjálfari hafi skráð leikmann með kennitölu í flokkinn.

Hér eru skrefin að skráningu.
1. Skrá í hóp: Fara á www.sportabler.com eða í appstore/playstore til að ná í appið (IOS)/(Android)(mælum með appinu).  Þegar þú opnar appið sérðu neðst á síðunni Nýr notandi? Skráðu þig í hóp. 

2. Setja inn kóða flokksins/hópsins, (sjá neðst á þessari síðu): Þið fáið kóðann frá þjálfara eða leikmanni/aðstandanda sem er nú þegar skráður í flokkinn. Næsta skref er að stimpla kóðann inn. ATH þið getið líka stimplað inn kóðann í gegnum tölvu á sportabler.com—>Innskrá—> Skráning í flokk með kóða ef það hentar betur.

3. Fylla inn skráningaupplýsingar (Velja “Ég er leikmaður” / “Ég er foreldri”eftir því sem við á). Leikmaður setur inn sitt netfang (Netfang leikmanns), foreldri setur inn sitt netfang (Netfang foreldris). Ekki blanda þessum skráningum saman. 

4. Staðfesta netfang í tölvupósti sem þið fáið frá Sportabler: Smella á “hér” þá opnast nýr gluggi (Skref 5). Muna eftir að athuga ruslpóst/spam folder.

5. Búa til lykilorð  Veljið ykkur lykilorð. Samþykkja þarf skilmála Sportabler og hvetjum við ykkur til þess að kynna ykkur þá.

6. Allt klárt ! Skrá sig inn og þá ætti “Mín dagskrá” að taka á móti ykkur. Hér er svo hægt að sjá stutt kynningarmyndband um kerfið.

Spurningar, vandræði eða útskýringar, hafið samband við þjónustuver Sportabler eða í gegnum sportabler@sportabler.com

Hér fyrir neðan eru kóðar flokka til að skrá sig inn í Sportabler.
Veljið þann flokk sem iðkandi stundar.

Börn 5-6 ára, kóði 72221H
Börn 7-10 ára, kóði O2176E
Börn 11-14 ára, kóði AJFKJV
Byrjendur 15 ára og eldri, kóði 6OJL7E
Framhald 15 ára og eldri, kóði OSESPT
Meistaraflokkur JR (brúnt belti eða hærri gráða), kóði YDZ1VB
Gólfglíma 30 ára og eldri, kóði STVBNR