Keppendur á Ólympíuleikunum í Tokyo 2021

Alþjóða judosambandið (IJF) gaf út í síðustu viku keppendalista þeirra sem munu taka þátt í Ólympíuleikunum sem haldnir verða í Tokyo í sumar en judokeppnin fer fram dagana 24 til 31 júlí. Hér er keppendalisti karla og hér er keppendalisti kvenna. Af 366 keppendum koma 192 þeirra frá Evrópu eða um 52% sem segir allt um það hve íþróttin er öflug í Evrópu. Allmargar þjóðir eiga fleiri en einn keppenda sem náði lágmörkunum en vegna keppendakvóta verða þær því að ákveða á næstunni hver þeirra muni keppa fyrir þeirra hönd. Að lokinni einstaklingskeppninni verður keppt í blandaðri liðakeppni, þrjár konur og þrír karlar í hverju liði (konur -57,-70,+70 og karlar -73,-90,og +90 kg.) og er listinn hér yfir þær tólf þjóðir sem munu etja kappi saman.