Sveinbjörn á Osaka Grand Slam

Osaka Grand Slam hefst á morgun og er Sveinbjörn Iura á meðal þátttakenda og er faðir hans Yoshihiko Iura honum til aðstoðar. Sveinbjörn keppir á laugardaginn og hefst keppnin kl. 10 að morgni í Japan sem er þá kl. 1 eftir miðnætti á morgun föstudag. Dregið var í dag og eru keppendur í 81 kg flokknum fimmtíu. Sveinbjörn sem er í 79. sæti heimslistans mætir Akmal Murodov frá Tajikistan sem er í 58 sæti heimslistans svo þetta gæti orðið jöfn og spennandi viðureign þar sem þeir eru þetta nálægt hvor öðrum á WRL. Ef vel gengur í fyrstu umferð verður róðurinn erfiður í 32 manna úrslitum því andstæðingurinn þar verður Antonie Valois-Fortier frá Kanada en hann situr í 8. sæti heimslistans. Þátttakendur eru 486 frá 5 heimsálfum og 87 þjóðum. Karlarnir eru 280 og konurnar eru 206. Hér er keppnisröðin og á Sveinbjörn 5 viðureign á velli 1 og hér er hægt að horfa á beina útsendingu.