Síðustu æfingar fyrir Jól

Síðasta æfing fyrir jól hjá 4-6 ára verður laugardaginn 19. desember en hjá 7-10 ára og 11-14 ára föstudaginn 18. des. en þá verður sameiginleg æfing með báðum þessum aldursflokkum og er mæting kl. 17. Að lokinni æfingu verður boðið í jólakaffi/gos og kökur. Reglulegar æfingar hefjast svo aftur 4. janúar 2021 samkvæmt stundaskrá.  Mánudaginn 4. janúar hefjast æfingar hjá 11-14 ára, þriðjudaginn 5. janúar hefjast æfingar hjá 7-10 ára og laugardaginn 9. janúar hefjast svo æfingar hjá 4-6 ára. Æfingar 16 ára og eldri hefjast ekki fyrr en 12. janúar ef Covid-19 kemur ekki í veg fyrir það en eins og er er æfingabann hjá þessum aldursflokki. Þetta verður allt saman auglýst aftur þegar nær dregur.