Samkomubann – júdoæfingar falla niður

Þar sem samkomubann hefur verið sett á vegna COVID-19 veirunnar og augljóst er að í okkar íþrótt getum við ekki haldið 2 metra fjarðlægð á milli einstaklinga þá þurfum við því miður að fella niður æfingar hjá öllum aldursflokkum næstu fjórar vikur eða frá 16. mars til 14. apríl eins og bannið segir til um. Við munum fylgjast með fréttum frá íþróttahreyfingunni og opinberum aðilum af framvindu mála og vonumst til að geta hafið æfingar aftur sem allra fyrst aftur og birtum þá tilkynningu um það hér á síðunni.