Vormót Seniora 2020

Vormót JSÍ 2020 í seniora flokki (15 ára og eldri) verður haldið í Júdofélagi Reykjavíkur laugardaginn 21. mars næstkomandi. Skráning til miðnættis mánudaginn 16. mars og af gefnu tilefni þá sjá klúbbarnir um að skrá keppendur í skráningakerfið en ekki þátttakendur sjálfir eða foreldrar. Myndin hér að ofan af Kjartani og Mark og myndirnar hér neðar eru frá Vormótinu 2019.