Judosamband Íslands heldur nú í tíunda sinn Reykjavík Judo Open í samvinnu við RIG (Reykjavik International Games) og er þetta opið alþjóðlegt mót fyrir karla og konur sem verður haldið í Laugardalshöllinni laugardaginn 29. janúar og hefst með forkeppni frá 10:00 til 12:00 og brons og úrslitaglímur verða svo frá 14:00 til 15:30. Í gegnum tíðina hafa komið afar sterkir þátttakendur frá fjölmörgum löndum þar á meðal bæði heims og Ólympíumeistarar og í ár eru keppendur frá tólf þjóðum auk okkar bestu judomanna. RÚV verður með beina útsendingu frá keppninni frá kl. 14:00 en auk þess mun JSÍ streyma frá öllu mótinu, sjá tengla hér neðar.
Reykjavik Judo Open 2022 – Mat 1
Reykjavik Judo Open 2022 – Mat 2
Reykjavik Judo Open 2022 – Finals
Úrslit: 2013, 2014, 2015, 2016, 2017, 2018, 2019, 2020, 2021