Reykjavík Judo Open 2022 – Úrslit

Það voru tólf þátttakendur frá Judofélagi Reykjavíkur sem kepptu á Reykjavík Judo Open (RJO) sem haldið var 29. jan. 2022 í Laugardalshöllinni og þar af voru fimm þeirra á aldrinum 15-16 ára að keppa á sínu sterkasta senioramóti fram að þessu stóðu þeir sig frábærlega. JR-ingar unnu ein gullverðlaun, þrenn bronsverðlaun og auk þess kepptu tveir um bronsverðlun, þeir Ingólfur Rögnvaldsson -66 kg og Skarphéðinn Hjaltason -90 kg en en urðu að sætta sig við í 5 sætið og þrír urðu í sjöunda sæti en það voru þeir Logi Haraldsson -81 kg, Daron Hancock -73 kg og Mikael Ísaksson -66 kg. Það var Zaza Simonishvili sem stóð sig best allar en hann sigraði örugglega -73 kg flokkinn og allar fjórar viðureignirnar á ippon. Kjartan Hreiðarsson átti góðan dag en hann varð þriðji í -73 kg flokki og sýndi alveg ótrúlega flott judo, vann fjórar viðureignir af fimm og tapaði aðeins gegn Filip frá CZE sem keppti síðar við Zaza til úrslita. Árni Lund -81 kg vann í fyrstu viðureign Færeying og í annar viðureign vinnur hann Frakka og mætir þá Michal Pfaf frá CZE í fjórðungs úrslitum og er þar full kærulaus í gólfglímunni og Pfaf kemst í hengingu sem Árni gat engan vegin varist og tapar og þar með var gullið úr sögunni. Hann mætti síðar Agertoft frá Danmörku í keppninni um bronsið og sigraði þar örugglega. Gamla kempan Máni Andersen sem ekki hefur keppt um árabil mætti til keppni og gerði sér lítið fyrir og nældi sér í bronsverðlaunin í -90 kg flokki, vel gert hjá Mána.

Hér er tengill á beina útsendingu frá mótinu á RÚV og hér neðar eru tenglar af streymi JSÍ.
RJO 2022 Mat 1RJO 2022 Mat 2RJO 2022 Finals

Úrslit: 201320142015201620172018201920202021, 2022

Hér eru úrslitin, myndir af verðlaunahöfum, nokkrar myndir frá mótinu og vidoklippa.