Reykjavík Judo Open 2021

Reykjavík Judo Open verður haldið í Laugardalshöllinni 30. janúar þ.e. næstkomandi laugardag og hefst það kl. 12:00 með forkeppni en úrslitin verða svo frá kl. 15-16:30. Því miður verða engir áhorfendur leyfðir en JSÍ mun streyma frá mótinu svo hægt verður að fylgjast með því þar og úrslitin verða einnig í beinni útsendingu á RÚV frá kl. 15-16:30. Þetta verður í níunda skiptið sem JSÍ stendur að þessu móti í samvinnu við ÍBR og hafa erlendir keppendur verið fjölmennir á mótunum fram að þessu og á meðal þeirra Ólympíu og heimsmeistarar en í ár verður því miður lítið um erlenda keppendur þar sem Covid-19 kemur í veg fyrir það. Flestir okkar bestu judomanna verða þó með og má búst við spennandi og skemmmtilegri keppni. Vigtun keppenda fer fram hjá Judofélagi Reykjavíkur föstudaginn 29. janúar, óopinber vigtun frá 15-18 og opinber vigtun frá 18-19. Allar upplýsingar má finna á heimasíðu Judosambands Íslands

Nokkrir verðlaunahafar frá Reykjavík Judo Open 2020