Gert klárt fyrir JUDO RIG 2021

Það var vaskur hópur manna sem að tók til hendinni i kvöld og standsetti keppnissvæðið fyrir Reykjavík Judo Open sem haldið verður á morgun í Laugardalshöllinni. Vel gekk að setja niður nýja keppnisvöllinn sem verður vígður á morgun og koma upp þeim búnaði sem þarf til að keyra mótið. Þormóður Jónsson bar hitann og þungann af framkvæmdinni og Davíð Áskelsson sá að venju um tölvubúnaðinn með aðstoð góðra félaga. Hér neðar eru nokkar myndir frá standsetningunni í kvöld.

Hér er keppendalistinn og JSÍ mun streyma frá mótinu og úrslitin verða í beinni útsendingu á RÚV frá kl. 15-16:30.