Ólympíuleikarnir í Tokyo 2020

Ólympíuleikarnir 2020 í Tokyo hófust í dag 23. júlí og munu standa til 8. ágúst. Judokeppnin hefst á morgun og stendur í átta daga. Keppt verður í einum kvennaflokki og einum karlaflokki dag hvern í sjö daga en þyngdarflokkarnir eru sjö hjá hvoru kyni. Áttunda daginn verður svo keppt í liðakeppni og eru þrjár konur og þrír karlar í hverju liði en þar munu tólf þjóðir eigast við.

Keppendurnir eru 393 frá 5 heimsálfum og 128 þjóðum, 201 karlar og 192 konur. Sveinbjörn Iura sem var líklegastur Íslenskra judomanna til að komast á leikana náði því miður ekki að vinna sér inn þátttökurétt og verður því enginn fulltrúi frá Íslandi á meðal keppenda að þessu sinni.

Keppnin hefst alla daga kl. 2 að nóttu á okkar tíma (11 að morgni í Japan) og úrslit fara svo fram kl. 8 að morgni á okkar tíma. Keppt verður á tveimur völlum og er hægt að horfa á mótið beinni útsendingu hjá IJF en til þess þarf að hafa (IJF account) og er hann frír og notast aftur og aftur. Hér er keppnisröðin og drátturinn í öllum flokkum.

Því miður er ekki hægt að horfa á mótið í beinni útsendingu hjá IJF eins og auglýst var hér ofar sökum sjónvarpsréttarákvæða. Mæli með að nota Eurosport eða hlaða niður appi í símann (Eurosport Player) og kostar mánaðar áskrift um 1.000 kr og hægt að fylgjast með öllum íþróttagreinum á leikunum í beinni útsendingu eða skoða síðar.

Dagskrá

Laugardagur 24 júlí 2021     Dagur 1        (Konur -48 kg völlur 1, Karlar -60 kg völlur 2)

Sunnudagur 25 júlí 2021      Dagur 2        ( Konur -52 kg völlur 2, Karlar -66 kg völlur 1)

Mánudagur 26 júlí 2021        Dagur 3        ( Konur -57 kg völlur 1, Karlar -73 kg völlur 2)

Þriðjudagur 27 júlí 2021       Dagur 4        ( Konur -63 kg völlur 2, Karlar -81 kg völlur 1)

Miðvikudagur 28 júlí 2021   Dagur 5        ( Konur -70 kg völlur 1, Karlar -90 kg völlur 2)

Fimmtudagur 29 júlí 2021 Dagur 6        ( Konur -78 kg völlur 2, Karlar -100 kg völlur 1)

Föstudagur 30 júlí 2021        Dagur 7        ( Konur +78 kg völlur 1, Karlar +100 kg völlur 2)

Laugardagur 31 júlí 2021 Dagur 8        Liðakeppnin/blönduð lið