Ný JR Facebook síða

Júdófélag Reykjavíkur hefur opnað nýja Facebook síðu þar sem hin var yfirtekin og jafnframt var aðgangi JR að henni lokað. Þar sem öllum tilraunum til að fá hana afhenta aftur var hafnað nema gegn óásættanlegum skilyrðum eða greiðslu sem kom ekki til greina að JR hálfu, þá var það niðurstaðan að opna nýja síðu.

Gamla Facebook síðan sem nú kallast Júdó Samfélagið er að öllu leyti óviðkomandi JR þó svo að enn séu þar myndir og textar sem tilheyra JR en vonast er til að það efni verði fjarlægt.

Vegna þessa óskum við eftir því, að þið deilið nýju Facebook síðu JR eins og ykkur er kostur til þess að ná sem fyrst aftur til allra aðstandenda félagsins og vina.