Fyrsta landsliðsæfing haustsins

Fyrsta landsliðsæfingin á þessu hausti var haldin í dag frá 11-13 í Júdófélagi Reykjavíkur. Það voru allir 15 ára og eldri iðkendur velkomnir en ekki var skyldumæting fyrir landsliðsmenn að þessu sinni þar sem fyrirvari æfingarinnar var í styttra lagi. Það mættu rúmlega tuttugu þátttakendur var æfingin mjög vel heppnuð en landsliðsþjálfar U18/U21 og seniora þau Anna Soffía Víkingsdóttir, Hermann Unnarsson og Jón Þórarinsson stýrðu henni saman. Hér eru nokkrar myndir frá æfingunni.