Norðurlandameistaramótið verður haldið í Drammen í Noregi dagana 13-14 maí. Þátttakan er mjög góð en keppendur eru tæplega fimmhundruð frá öllum Norðurlöndunum. Á laugardaginn verður keppt í senioraflokki og aldursflokki U18 og á sunnudaginn verður keppt í U21 árs og 30 ára og eldri. Keppendur frá Íslandi eru sextán og með þeim í för er landsliðsþjálfarinn Zaza Simonishvili og Þormóður Jónsson. Flestir ef ekki allir keppendurnir okkar munu keppa í tveimur aldursflokkum þannig að keppendur í U18 keppa líka í U21 og keppendur í U21 keppa líka í senioraflokkum.
Í senioraflokki keppa þeir Egill Blöndal, Gísli Fannar Egilson, Hrafn Arnarsson, Ingólfur Rögnvaldsson og Karl Stefánsson.
Í aldursflokki U21 árs keppa þeir Birkir Bergsveinsson, Kjartan Hreiðarsson og Skarphéðinn Hjaltason.
Í aldursflokki U18 keppa Aðalsteinn Björnsson, Daron Hancock, Fannar Þór Júlíusson, Helena Bjarnadóttir, Mikael Ísaksson, Romans Psenicnijs og Weronika Kommandera og í Veterans flokki (30+) keppir Ari Sigfússon.
Hér er hægt er að sjá úrslitin og fylgjast með gangi mótsins og hér er streymi frá mótinu.
Aftari f.v. Weronika, Helena, Skarphéðinn, Mikael, Aðalsteinn, Daron
Fremri f.v. Zaza, Kjartan, Ingólfur og Romans en á myndina vantar Ara