Níu gullverðlaun á Vormóti JSÍ yngri 2023

Vormót JSÍ í yngri aldursflokkum (U15, U18, U21 árs) var haldið í KA heimilinu á Akureyri í dag, laugardaginn 18. mars og var það í umsjón Judodeildar KA og voru það þeir Hans Rúnar Snorrason, Hermann Torfi Björgólfsson og Sigmundur Magnússon sem að stýrðu því. Dómarar voru þeir Jón Kristinn Sigurðsson og Jakob Burgel Ingvarsson. Hér eru úrslitin og hér er hægt að horfa á allt mótið sem var í beinni útsendingu og hér er stutt videoklippa frá því. Til Akureyrar var farið í lítilli rútu og voru keppendur frá JR þrettán og fjórir þeirra kepptu í tveimur aldursflokkum. Með þeim voru þjálfararnir Guðmundur Björn Jónasson, Zaza Simonishvili og Þormóður Jónsson og sjálfboðaliði ársins 2022 hjá JR Helgi Einarsson sá um aksturinn. JR- ingar áttu frábæran dag og unnu samtals til níu gullverðlauna, fernra silfurverðlauna og þriggja bronsverðlauna. Til hamingju með árangurinn.