Leiðrétting- síðustu æfingar á vorönn

Í tilkynningu á judo.is þann 19. maí var ekki farið rétt með dagsetningar. Tilkynnt var að síðasta æfing barna 5-6 ára og 7-10 ára yrði fimmtudaginn 28. maí en það er laugardagur en þarna átti að vera 26. maí. Bent hefur verið á að fimmtudagurinn 26. maí sé uppstigningardagur og allmargir sem munu ekki komast þann dag svo ákveðið hefur verið að síðasta æfing á vorönn barna 5-6 ára og 7-10 ára verði næsta þriðjudag þ.e. 24. maí og þá verðum við með sameiginlega æfingu fyrir þessa aldursflokka frá kl. 17:30-18:30.

Síðasta æfing hjá 11-14 ára verður mánudagurinn 30. maí og síðasta æfing samkvæmt vorannar stundaskrá hjá framhaldi 15 ára og eldri verður þriðjudaginn 31. maí.

Meistaraflokkur æfir hinsvegar í sumar, líkast til fram í miðjan júlí (nánar tímasett síðar) og er öllum úr framhaldi 15 ára eldri og iðkendum sem eru 13 og 14 ára úr 11- 14 ára aldursflokki velkomið að mæta á þær æfingar en þær verða á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 18:30-20.