Beltapróf og síðustu æfingar á vorönn

Á undanförnum æfingum hafa verið haldin beltapróf fyrir yngstu iðkendur JR. Festir hafa lokið því en þó eru nokkrir eftir sem vor fjarverandi þegar prófin fóru fram sem vonandi ná að klára á næstu æfingum áður en vorönninni lýkur. Það verður æfing í dag og á þriðjudaginn hjá 7-10 ára eins og venjulega og æfing á laugardaginn hjá 5-6 ára. Síðasta æfing á vorönn barna 5-6 ára og 7-10 ára verður síðan fimmtudaginn 28 maí en þá verðum við með sameiginlega æfingu fyrir þessa aldursflokka verður hún frá kl. 17:30-18:30.

Síðasta æfing hjá 11-14 ára verður mánudagurinn 30. maí og síðasta æfing samkvæmt vorannar stundaskrá hjá framhaldi 15 ára og eldri verður þriðjudaginn 31. maí.

Meistaraflokkur æfir hinsvegar í sumar, líkast til fram í miðjan júlí (nánar tímasett síðar) og er öllum úr framhaldi 15 ára eldri og iðkendum sem eru 13 og 14 ára úr 11- 14 ára aldursflokki velkomið að mæta á þær æfingar en þær verða á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 18:30-20.

Til upplýsingar um beltakerfi JSÍ. Börn 10 ára og yngri fá strípur á beltin sín en á árinu sem þegar þau verða 11 ára þá fá þau ný belti við hverja gráðun (beltapróf). Litirnir á strípunum segja til um aldur judoka og fjöldi strípa segja til um hve lengi hann hefur æft en það er gefin ein strípa fyrir hverja önn og eru annirnar tvær á ári. Hér er má sjá litakerfi belta fyrir 10 ára og yngri og 11 ára og eldri.