Kepptu um bronsverðlaun á Matsumae Cup

Þá er Matsumae Cup lokið að þessu sinni en mótið var vel sótt en um 700 keppendur frá tæplega 20 þjóðum sóttu mótið. Það voru átta þátttakendur frá Íslandi og stóðu þeir sig býsna vel og unnu samtals 23 viðureignir og þrjú þeirra kepptu um bronsverðlaun en það voru þau Helena Bjarnadóttir í U18-70kg, Romans Psenicnijs U18 -66 kg og Aðalsteinn Björnsson U18 -73kg. Það var ekki auðvelt að komast á pall því þrátt fyrir að hafa unnið fjórar viðureignir í flokknum eins og Aðalsteinn gerði í U18-73 kg eða fimm viðureignir eins og Romans gerði í U18 -66 þá dugði það ótrúlegt en satt ekki til verðlauna. Kjartan komst lengst seinni daginn, hann tapaði tveimur viðureignum en vann þrjár og þar af eina afar glædilega með vel útfærðum armlás þegar aðeins um 20 sek voru eftir af viðureigninni og hann var þá undir að stigum. Daron byrjaði líka vel seinni daginn í U21 -73 kg en hann mætti sigurvegaranum í U18 -73 kg frá fyrri keppnisdegi og sigraði hann örugglega en tapaði því miður næstu. Á heimasíðu JSÍ er nánari umfjöllun um keppnina en hér eru úrslitin og hér er streymið frá útsendingunni báða dagana. Áður en lagt verður af stað heim tekur hópurinn okkar þátt í tveggja daga æfingabúðum í Vejle ásamt allflestum keppendum mótsins.