Keppa á Matsumae Cup 2023

Um helgina verða átta Íslenskir þátttakendur á meðal keppenda á Matsumae Cup í Vejle í Danmörku. Það eru þau Helena Bjarnadóttir U18/U21-70 kg, Weronika Komendera U18/U21-57 kg, Romans Psenicnijs U18/U21 -66 kg, Daron Hancock U18/U21 -73 kg, Mikael Ísaksson U18/U21 -73 kg, Aðalsteinn Björnsson U18/U21 -73 kg, Kjartan Hreiðarsson U21/seniors -73 kg og Skarphéðinn Hjaltason U21/seniors -90 kg. Með þeim í för er Zaza Simonishvili landsliðsþjálfari og Þormóður Jónsson fararstjóri. Keppendur koma víða að og er stór hópur að venju frá Japan en auk þeirra og keppenda frá Íslandi og Danmörku eru keppendur frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Eistlandi, Frakklandi, Hollandi, Írlandi, Kanada, Lettlandi, Noregi, Spáni, Svíðþjóð, Tékklandi, Tyrklandi og Þýskalandi. Mótið hefst kl. 8 að Íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á sex keppnisvöllum og hér er drátturinn. Á morgun laugardag verður keppt í U18 og senioraflokkum og á sunnudaginn í U21 árs aldursflokki. Myndirnar sem fylgja eru af hluta hópsins á síðustu æfingu áður en lagt var af stað og þegar hópurinn var samankominn á Keflavíkurflugvelli.