Keppnisíþróttir með snertingu áfram leyfðar

Judoæfingar eru áfram leyfðar með sama hætti og verið hefur. Það verða því æfingar á morgun og næstu daga samkvæmt stundaskrá þar til annað verður ákveðið.

Heil­brigðisráðherra hef­ur nú staðfest nýj­ar reglu­gerðir um tak­mark­an­ir á sam­komu­haldi og skóla­starfi sem kveða á um hert­ar aðgerðir til að sporna við út­breiðslu COVID-19. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu en reglu­gerðirn­ar taka gildi á miðnætti.

Há­marks­fjöldi þeirra sem mega koma sam­an verður 20 manns, með nokkr­um und­an­tekn­ing­um þó.

Und­an­tekn­ing­ar frá 20 manna há­marki

Keppnisíþrótt­ir með snert­ingu verða leyfðar með há­marks­fjölda 50 ein­stak­linga að upp­fyllt­um til­tekn­um skil­yrðum.

Áhorf­end­ur á íþrótta­leikj­um: Óheim­ilt er að hafa áhorf­end­ur á íþróttaviðburðum inn­an­dyra. Ut­an­dyra er heim­ilt að hafa áhorf­end­ur, allt að 100 í hverju rými, að því gefnu að gest­ir sitji í núm­eruðum sæti sem skráð eru á nafn og noti and­lits­grímu.

Aðgerðir hertar vegna Covid-19 – Af heimasíðu UMFÍ

Reglur Judosambands Íslands um sóttvarnir vegna COVID-19 gildistími frá og með 28. september 2020 kl 09:00 til 18. október 2020 kl 23:59.

JSÍ reglur um sóttvarnir við Judoæfingar og keppni

Frá æfingu aldursflokks 11-14 ára í síðustu viku hjá Judofélagi Reykjavíkur
Mikael Ísaksson og Aðalsteinn Björnsson á Haustmóti JSÍ um helgina og Anna Zoé Thueringer í bakgrunni