Judoæfingar eru áfram leyfðar með sama hætti og verið hefur. Það verða því æfingar á morgun og næstu daga samkvæmt stundaskrá þar til annað verður ákveðið.
Heilbrigðisráðherra hefur nú staðfest nýjar reglugerðir um takmarkanir á samkomuhaldi og skólastarfi sem kveða á um hertar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu COVID-19. Þetta kemur fram í tilkynningu en reglugerðirnar taka gildi á miðnætti.
Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður 20 manns, með nokkrum undantekningum þó.
Undantekningar frá 20 manna hámarki
Keppnisíþróttir með snertingu verða leyfðar með hámarksfjölda 50 einstaklinga að uppfylltum tilteknum skilyrðum.
Áhorfendur á íþróttaleikjum: Óheimilt er að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum innandyra. Utandyra er heimilt að hafa áhorfendur, allt að 100 í hverju rými, að því gefnu að gestir sitji í númeruðum sæti sem skráð eru á nafn og noti andlitsgrímu.
Aðgerðir hertar vegna Covid-19 – Af heimasíðu UMFÍ
Reglur Judosambands Íslands um sóttvarnir vegna COVID-19 gildistími frá og með 28. september 2020 kl 09:00 til 18. október 2020 kl 23:59.