Keppni lokið hjá Agli og Sveinbirni í Montreal

Það gekk ekki nógu vel hjá okkar mönum á Grand Prix Montreal.  Sveinbjörn Iura tapaði fyrir Alexandre Arencibia frá Kanada í 81kg flokknum eftir jafna og öfluga viðureign en Alexandre náði skori (Kata guruma) snemma í glímunni og hélt því forskoti út glímutímann þrátt fyrir harða atlögu Sveinbjörns til að jafna leikinn. Egill Blöndal byrjaði vel gegn Geronimo Saucedo frá Mexico í 90 kg flokknum og leiddi eftir að hafa skorað wazaari þegar viðureignin var hálfnuð en glíman hafði verið jöfn og líklegt að Egill héldi sínu. Geronimo reyndi hvað hann gat til að jafna og sótti stíft og bar það árangur þegar rúm ein mínúta var eftir af glímutímanum er Egill gætti ekki nógu vel að sér og Geronimo skoraði ippon með uchimata kasti. Þar með lauk keppni þeirra félaga í Montreal og við tekur þátttaka í alþjóðlegum æfingabúðum frá 8-12 júlí og svo keppa þeir næst á Grand Prix Zagreb í Króatíu 26-28 júlí.