Budapest Grand Prix um helgina

Veislan heldur áfram og nú er komið að Budapest Grand Prix sem hefst á morgun, föstudaginn 12 júlí og stendur í þrjá daga. Þátttakendur eru 550 allt heimsklassa keppendur sem koma frá 5 heimsálfum og 82 þjóðum, 344 karlar og 206 konur. Að þessu sinni verða engir íslendingar á meðal þátttakenda en Egill Blöndal og Sveinbjörn Iura keppa næst í Zagreb 26-28 júlí. Á morgun verður keppt í W: -48 kg, -52 kg, -57 kg, M: -60 kg, -66 kg. Á laugardaginn í W: -63 kg, -70 kg, M: -73 kg, -81 kg og á sunnudaginn í W: -78 kg, +78 kg, M: -90 kg, -100 kg, +100 kg. Hér er drátturinn og hér er keppnisröðin.  Mótið verður í beinni útsendingu og hefst kl. 08:30 á okkar tíma. Góða skemmtun.