Keppa á Evrópumeistaramóti Juniora

Í dag lögðu af stað til Tékklands þeir Ingólfur Rögnvaldsson og Kjartan Hreiðarsson úr JR ásamt landsliðsþjálfara Zaza Simonishvili til að taka þátt í Evrópumeistaramóti Juniora sem haldið er í Prag í vikunnni en það hefst fimmtudaginn 15. september. Dregið verður í öllum flokkum á miðvikudaginn og þá kemur í ljós hverjum þeir mæta en keppendur eru 353 í karla og kvennaflokkum frá 39 þjóðum. Ingólfur keppir í -66 kg flokki á fimmtudaginn og Kjartan í -73 kg flokki á föstudaginn. Hér og hér er hægt að sjá allrar upplýsingar um mótið og fylgjast með í beinni útsendingu .