Keppa á EM lögreglumanna á morgun

Það verða þrír keppendur frá Íslandi sem keppa á Evrópumeistaramóti lögreglumanna í Sofíu í Búlgaríu. Mótið sem haldið er fjórða hvert ár hófst í dag með keppni í léttari þyngdarflokkum en á morgun 15. júní keppa okkar menn en það eru þeir Árni Lund og Sveinbjörn Iura sem báðir munu keppa í -90 kg flokki og Leó Björnsson sem keppir í -100 kg flokki. Þjálfari þeirra er reynslboltinn Bjarni Skúlason sem keppt hefur í tvígang á þessu móti, síðast 2019 en árið 2015 varð hann í 7. sæti í -100 kg flokki og einnig mun Marija Dragic Skúlason verða þeim til aðstoðar. Keppt er á tveimur völlum og hefst keppnin kl. 7 í fyrramálið á okkar tíma og hægt að fylgjast með henni í beinni útsendingu.
Gangi ykkur félögum sem allra best.
Keppnin 14. júní, keppnisröðin, völlur 1. og völlur 2.
Keppnin 15. júní, Fyrri hluti, keppnisröðin, völlur 1. og völlur 2.
Keppnin 15. júní, Seinni hluti, keppnisröðin, völlur 1. og völlur 2.
Keppnin 16. júní liðakeppnin, Fyrri hluti, völlur 1. og völlur 2.
Keppnin 16. júní liðakeppnin, Seinni hluti, völlur 1. og völlur 2.
Úrslit 14. júní, 15. júní og 16. júní