Keppa á Danish Open 2020

Danish Open 2020 verður haldið næstu helgi þ.e dagana 8. og 9. febrúar í Vejle í Danmörku. JSÍ hefur valið keppendur til að keppa í seniora, u21 og u18 aldursflokkum og koma þeir frá KA, Selfossi, UMFN og JR. Auk þess sendir JR og Júdodeild Selfoss keppendur í ofangreinda aldursflokka og einnig í u15 svo alls eru keppendur frá Íslandi tuttugu og tveir. Þeir sem keppa frá JR í senioraflokki eru Ásta Arnórsdóttir -57 kg, Ingunn Sigurðardóttir -70 kg, Logi Haraldsson -81 kg, Oddur Kjartansson -81 kg og Ægir Valsson -90 kg. Í u18 og u21 keppa þeir Kjartan Hreiðarsson -73 kg og Skarphéðinn Hjaltason -81 kg. Í U15 keppa þeir Aðalsteinn Björnson og Romans Psenicnijs í – 46 kg flokki og Daron Hancock og Mikael Ísaksson í -50 kg flokki. Keppni seniora og u18 verður á laugardaginn og u21 og u15 á sunnudaginn. Með JR hópnum fara þeir Guðmundur Jónasson, Hreiðar Oddsson og Ísak Jónsson. Íslenski hópurinn / allur keppendalistinn og linkur á beina útsendingu og hefst keppnin kl. 6:30 að íslenskum tíma á laugardaginn.