Sveinbjörn keppir á Paris Grand Slam

Paris Grand Slam 2020 hefst á morgun og er Sveinbjörn Iura á meðal þátttakenda og er Þormóður Jónsson honum til aðstoðar. Sveinbjörn keppir á sunnudaginn og hefst keppnin kl. 7:30 að íslenskum tíma. Dregið var í dag og situr Sveinbjörn sem er í 81. sæti heimslistans hjá í fyrstu umferð en mætir þá Michael Aristos frá Cyprus sem er í 182 sæti heimslistans og má segja að það hafi verið góður dráttur fyrir Sveinbjörn á þessu gríðasterka og fjölmenna móti sem GS Paris er en Michael er þó sýnd veiði en ekki gefin. Ef vel gengur í fyrstu umferð þá mætir Sveinbjörn að öllum líkindum Frank De Wit frá Hollandi sem er í 10. sæti (WRL) og verður það ekki auðveld viðureign. Þátttakendur eru 688 frá 5 heimsálfum og 117 þjóðum. Karlarnir eru 411 og konurnar eru 277. Hér er keppnisröðin og á Sveinbjörn líklega 23 viðureign á velli 1. Hér er bein útsending frá mótinu.