Íþróttamenn Reykjavíkur 2021

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) valdi tíu íþróttamenn til að heiðra fyrir góðan árangur á árinu sem er að líða, fimm konur og fimm karla. Árni Pétur Lund hlotnaðist sá heiður að vera einn af fimm körlum sem voru tilnefndir fyrir árið 2021. Til hamingju Árni. ÍBR tilnefndi einnig meistaraflokk karla Judofélags Reykjavíkur sem eitt af þeim liðum sem komu til greina að hljóta nafnbótina íþróttalið ársins 2021.

Það voru þau Sandra Sigurðardóttir í Knattspyrnufélaginu Val og Júlían J.K. Jóhannsson í Glímufélaginu Ármanni sem hlutu nafnbótina íþróttakona og maður Reykjavíkur 2021 og Meistaraflokkur karla frá Knattspyrnufélagi Víkings hlaut titilinn liðs ársins 2021. Til hamingu með kjörið. Hér er frétt af heimasíðu ÍBR