Íslandsmót karla og kvenna 2022

Íslandsmót seniora 2022 verður haldið laugardaginn 7. maí í íþróttahúsinu Digranes í Kópavogi. Mótið hefst kl. 10 með forkeppni í sex þyngdarflokkum karla (-66, -73, -81,-90, -100 og +100) og tveimur þyngdarflokkum kvenna (-70 og -78) og lýkur henni um kl. 12 og verður þá gert smá hlé. Úrslitin hefjast kl. 13 og standa þau í um eina klukkustund. Keppni í opnum flokkum karla og kvenna hefst um kl. 14 eða strax að lokinni verðlaunaafhendingu fyrir ofangreinda þyngdarflokka.

JSÍ streymir frá mótinu, sjá tengla hér neðar og hér eru úrslitin.

Íslandsmót karla & kvenna 2022 – Mat 1

Íslandsmót karla & kvenna 2022 – Mat 2