Íslandsmeistaramót karla og kvenna 2024 verður haldið laugardaginn 27. apríl í Laugardalshöllinni. Allir bestu judomenn og konur landsins verða með. Mótið hefst kl. 10 með forkeppni í öllum þyngdarflokkum sem ætti að ljúka um kl. 12 og úrslitin í þeim flokkum hefjast svo kl. 13:00 og opinn flokkur karla og kvenna strax á eftir og mótslok áætluð um kl. 15:00. Hér verður hægt að fylgjast með í beinni útsendingu og hér má svo sjá úrslitin. Hlekkir á beina útsendingu og úrslit verða settir hér inn á keppnisdegi. Dagskráin verður uppfærð ef á þarf að halda að loknum skráningarfresti sem er mánudagurinn 22. apríl .