JR með 17 gull á ÍM yngri 2024

Íslandsmeistaramótið í yngri aldursflokkum fór fram Laugardaginn 13. apríl. Keppt er í aldursflokkum U13, U15, U18 og U21 árs. Keppendur voru sjötíu og fimm frá eftirfarandi níu klúbbum, Ármanni, Grindavík, ÍR, JR,JS, JRB, KA, UMFS og Tindastóli og hefur fjöldi keppenda á mótinu farið vaxandi. Mótið var velheppnað, fullt af spennandi og flottum viðureignum sem flestar enduðu með fullnaðarsigri. Þátttakendur frá JR voru þrjátíu og fimm og unnu þeir alls sautján gullverðlaun, ellefu silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun, til hamingju með frábæran árangur. Keppt var á tveimur völlum og streymdi JSÍ frá mótinu. Hér eru úrslitin og stutt videoklippa frá keppninni og myndir.