Hugo keppir á morgun

Félagi okkar Hugo Lorain keppir á morgun 14. okt. í París með klúbbnum sínum á Franska meistaramótinu í sveitakeppni. Þeir keppa  í annari deild að þessu sinni þar sem þeir gátu ekki tekið þátt í undankeppni fyrir fyrstu deild þar sem nokkrir keppenda þeirra, þar á meðal Hugo voru meiddir. Síðast þegar þeir kepptu í annari deild urðu þeir í þriðja sæti. Búist er við þátttöku um þrjátíu liða allsstaðar af landinu. Hér eru nokkra myndir af Hugo og liðsfélögum hans frá mótinu 2016.