Helena Bjarnadóttir stóð sig frábærlega í dag á European Cup í Gyor í Ungverjalandi er hún hafnaði í sjöunda sæti í -70 kg flokki stúlkna. Í fyrstu viðureign mætir hún stúlku frá Slóveníu og sigrar hana örugglega. Næst mætir hún Pólskri stúlku og er glíman nokkuð jöfn og hvorug nær að skora en Helena fær tvö refsistig fyrir að fara út fyrir keppnissvæðið og eitt fyrr sóknarleysi og tapaði þar með viðureignini þar sem hún var síst lakari aðilinn. Helena fékk uppreisnarglímu og mætti nú heimamanni og sem hún sigrar einnig örugglega á ippon á sama bragði (Ouchi gari) og gegn Slóveníu. Í fjórðu viðureign mætti hún stúlku frá Frakklandi og með sigri þar hefði hún verið kominn í baráttuna um bronsverðlaunin en sú franska var öllu sterkari og sigraði og Helena endaði því í sjöunda sæti sem var vel af sér vikið á svona sterku móti og franska stúlkan vann bronsverðlaunin og sú pólska sem Helena tapaði fyrir á refsistigum fyrr um daginn tók hitt bronsið. Til hamingju með árangurinn Helena. Hér má sjá brot úr glímunum hennar Helenu.